Vonandi verð ég klár sem allra fyrst

Ívar Orri Kristjánsson í eldlínunni.
Ívar Orri Kristjánsson í eldlínunni. mbl.is/Árni Sæberg

Knattspyrnudómarinn Ívar Orri Kristjánsson fór meiddur af velli er hann dæmdi leik Hauka og Elliða í Mjólkurbikar karla í fótbolta í dag. Ívar meiddist á kálfa og í stuttu samtali við mbl.is kvaðst hann óviss hve alvarleg meiðslin væru. Þó á hann ekki von á að vera lengi frá. 

„Ég fékk sting í kálfann og þurfti að fara af velli. Ég á eftir að hitta sjúkraþjálfara, en vonandi verð ég klár sem allra fyrst,“ sagði Ívar. Hefur hann verið einn fremsti dómari landsins undanfarin ár og dæmir hann í efstu deild. Þá hefur hann dæmt einn leik í Evrópudeildinni. 

Haukar greindu frá atvikinu á Twitter-síðu sinni, en leiknum lauk með 3:1-sigri Hafnarfjarðarliðsins. 


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert