Bikarinn áfram í dag - hverjir mætast í 2. umferð?

Grindavík og ÍBV sem léku í úrvalsdeildinni í fyrra mætast …
Grindavík og ÍBV sem léku í úrvalsdeildinni í fyrra mætast í 2. umferð bikarkeppninnar um næstu helgi. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Bikarkeppni karla í knattspyrnu, Mjólkurbikarinn, heldur áfram í dag þegar níu leikir fara fram í 1. umferð keppninnar.

Að þeim leiknum verður eftir ein viðureign í umferðinni en ÍH og Berserkir mætast annað kvöld í Skessunni í Hafnarfirði.

Leikir dagsins eru þessir:

14.00 KF Bessastaða - Víðir
14.00 Samherjar - Nökkvi
14.00 KFR - GG
14.00 Tindastóll - Kormákur/Hvöt
14.00 SR - Uppsveitir
14.00 Ísbjörninn - Björninn
16.00 Stokkseyri - Afríka
17.00 Árborg - Augnablik
19.00 Léttir - Reynir S.

Línurnar eru farnar að skýrast varðandi hvaða lið mætast í 2. umferð keppninnar 12.-14. júní en þar verða í boði 20 sæti í 32ja liða úrslitum bikarsins. Hin tólf sætin eiga lið úrvalsdeildar karla, Pepsi Max-deildarinnar, sem mæta þá til leiks.

Nú liggur fyrir að þessir leikir verða í 2. umferðinni:

Hvíti riddarinn - Selfoss
Völsungur - Þór
Ýmir - ÍR
Keflavík - Ísbjörninn eða Björninn
Kórdrengir - Hamar
Leiknir R. - Kári
KF - Magni
Tindastóll eða Kormákur/Hvöt - Samherjar eða Nökkvi
Leiknir F. - Einherji
Vængir Júpíters - KFB eða Víðir
Haukar - Fram
ÍH eða Berserkir - KFR eða GG
Þróttur R. - Vestri
KFG - Afturelding
Stokkseyri eða Afríka - Léttir eða Reynir S.
Þróttur V. - Víkingur Ó.
Grindavík - ÍBV
Mídas - SR eða Uppsveitir
Njarðvík - Árborg eða Augnablik
Höttur/Huginn - Fjarðabyggð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert