Framlengdi í Vestmannaeyjum

Andri Ólafsson ásamt Margréti Írisi Einarsdóttur við undirskrift samningsins.
Andri Ólafsson ásamt Margréti Írisi Einarsdóttur við undirskrift samningsins. Ljósmynd/Margrét Íris

Knattspyrnukonan Margrét Íris Einarsdóttir hefur framlengt samning sinn við ÍBV en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Samningurinn er til næstu tveggja ára og gildir því til haustsins 2022. 

Margrét Íris er uppalin í Vestmannaeyjum en hún er fædd árið 1999 en hún á að baki 19 leiki í efstu deild. Hún hefur verið að jafna sig á erfiðum meiðslum, undanfarin ár, en er klár í slaginn með ÍBV í úrvalsdeildinni, Pepsi Max-deildinni, í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert