6. sæti kvenna: KR

Katrín Ómarsdóttir er þrautreynd landsliðskona og einn reyndasti leikmaður KR …
Katrín Ómarsdóttir er þrautreynd landsliðskona og einn reyndasti leikmaður KR en hún hefur m.a. orðið enskur meistari með Liverpool. Haraldur Jónasson/Hari

KR-ingum er spáð sjötta sætinu í Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu árið 2020 í spá Árvakurs sem birt er í Morgunblaðinu í dag.

KR hafnaði í sjöunda sæti á síðasta tímabili en félagið hefur sex sinnum orðið Íslandsmeistari, síðast árið 2003, og fjórum sinnum orðið bikarmeistari, síðast 2008. Þjálfari liðsins er Jóhannes Karl Sigursteinsson sem tók við því um miðjan júlí 2019. 

Í Morgunblaðinu í dag, 9. júní, er fjallað um KR-liðið og möguleika þess á komandi keppnistímabili.

KR mætir Val á útivelli í upphafsleik Íslandsmótið á föstudagskvöldið kemur, 12. júní. KR-ingar fá Fylki í heimsókn 18. júní og mæta síðan Breiðabliki á útivelli 23. júní.

Lið KR 2020 - númer, nafn, fæðingarár, leikir/mörk í efstu deild:

MARKVERÐIR:
13 Ingibjörg Valgeirsdóttir - 1998 - 39/0
23 Birna Kristjánsdóttir - 1986 - 64/0

VARNARMENN:
  2 Kristín Erla Ó. Johnson - 2002 - 18/0
  3 Ingunn Haraldsdóttir - 1995 - 55/3
  4 Laufey Björnsdóttir - 1989 - 223/25
  5 Hugrún Lilja Ólafsdóttir - 1995 - 73/0
12 Ana Victoria Cate - 1991 - 67/16
14 Inga Laufey Ágústsdóttir - 2001 - 0/0
     Tijana Krstic - 1995 - 34/2
     Rebekka Sverrisdóttir - 1992 - 93/0

MIÐJUMENN:
  6 Lára Kristín Pedersen - 1994 - 153/14
  8 Katrín Ómarsdóttir - 1987 - 107/39
10 Hlíf Hauksdóttir - 1989 - 83/5
11 Kristín Erna Sigurlásdóttir - 1991 - 122/44
20 Þórunn Helga Jónsdóttir - 1984 - 147/11
21 Hildur Björg Kristjánsdóttir - 2001 - 3/0
27 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir - 1993 - 102/23
     Kristín Sverrisdóttir - 1992 - 48/4

SÓKNARMENN:
  7 Guðmunda Brynja Óladóttir - 1994 - 124/60
  9 Katrín Ásbjörnsdóttir - 1992 - 136/61
16 Alma Gui Mathiesen - 2003 - 1/0
     Thelma Lóa Hermannsdóttir - 1999 - 34/2

Komnar:
10.6. Thelma Lóa Hermannsdóttir frá Fylki
10.6. Kristín Sverrisdóttir frá Þrótti R. (lék síðast 2017)
22.2. Rebekka Sverrisdóttir frá Val (lék síðast 2016)
22.2. Ana Victoria Cate frá HK/Víkingi
22.2. Katrín Ásbjörnsdóttir frá Stjörnunni (lék ekki 2019)
22.2. Kristín Erna Sigurlásdóttir frá ÍBV
22.2. Lára Kristín Pedersen frá Þór/KA
22.2. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir frá Þór/KA
23.1. Inga Laufey Ágústsdóttir frá Aftureldingu
18.1. Alma Gui Mathiesen frá Gróttu

Farnar:
13.3. Betsy Hassett í Stjörnuna
  4.2. Gloria Douglas í þýskt félag
16.10. Ásdís Karen Halldórsdóttir í Val (úr láni)
16.10. Grace Maher í Melbourne Victory (Ástralíu) (úr láni)
Lilja Dögg Valþórsdóttir, hætt
Sandra Dögg Bjarnadóttir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert