7. sæti kvenna: Þór/KA

Heiða Ragney Viðarsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir, sem hér eiga …
Heiða Ragney Viðarsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir, sem hér eiga í höggi við Elínu Mettu Jensen hjá Val, eru í hópi reyndustu leikmanna Þórs/KA í ár. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Þór/KA er spáð sjöunda sætinu í Pepsi Max-deild kvenna 2020 í spá Árvakurs sem birt er í Morgunblaðinu í dag.

Þór/KA hafnaði í fjórða sæti á síðasta tímabili en félagið hefur tvisvar orðið Íslandsmeistari, árin 2012 og 2017. Þjálfari liðsins er Andri Hjörvar Albertsson, fyrrverandi aðstoðarþjálfari þess, en hann tók við af Halldóri Jóni Sigurðssyni eftir síðasta tímabil.

Í Morgunblaðinu í dag, 9. júní, er fjallað um lið Þórs/KA og möguleika þess á komandi keppnistímabili.

Þór/KA byrjar tímabilið á heimaleik gegn Stjörnunni laugardaginn 13. júní, og á aftur heimaleik 20. júní, þá gegn ÍBV. Fyrsti útileikur liðsins er síðan gegn Íslandsmeisturum Vals 24. júní.

Lið Þórs/KA 2020 - númer, nafn, fæðingarár, leikir/mörk í efstu deild:

MARK:
  1 Laurie-Amie Allen - 1996 - 0/0
12 Harpa Jóhannsdóttir - 1998 - 5/0

VÖRN:
  2 Rut Matthíasdóttir - 1996 - 19/0
  8 Lára Einarsdóttir - 1995 - 153/8
11 Arna Sif Ásgrímsdóttir - 1992 - 196/37
16 Gabriela Guillén - 1992 - 0/0
20 Ágústa Kristinsdóttir - 1994 - 41/0
22 Hulda Karen Ingvarsdóttir - 2001 - 1/0
24 Hulda Björg Hannesdóttir - 2000 - 56/3

MIÐJA:
  4 Berglind Baldursdóttir - 2000 - 8/0
  9 Saga Líf Sigurðardóttir - 1999 - 5/0
13 Jakobína Hjörvarsdóttir - 2004 - 4/0
18 Magðalena Ólafsdóttir - 2000 - 2/0
19 Agnes Birta Stefánsdóttir - 1997 - 12/1
25 Heiða Ragney Viðarsdóttir - 1995 - 61/1
26 Ísfold Marý Sigtryggsdóttir - 2004 - 5/0
27 Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir - 2000 - 0/0

SÓKN:
  6 Karen María Sigurgeirsdóttir - 2001 - 28/4
  7 Margrét Árnadóttir - 1999 - 43/5
10 Rakel Sjöfn Stefánsdóttir - 2000 - 0/0
14 Arna Sól Sævarsdóttir - 2000 - 0/0
15 Hulda Ósk Jónsdóttir - 1997 - 87/15
17 María Catharina Ólafsdóttir Gros - 2003 - 12/1
     Madeline Gotta - 1997 - 0/0

Þær Rut, Ágústa og Ísfold Marý hefja tímabilið sem lánsmenn hjá Hömrunum í 2. deild.

Komnar:
28.2. Gabriela Guillén frá Deportivo Saprissa (Kostaríka)
Lauren Allen frá Tindastóli
Madeline Gotta frá Bandaríkjunum

Farnar:
  4.6. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir í Val
21.3. Eygló Erna Kristjánsdóttir í Fram
22.2. Lára Kristín Pedersen í KR
22.2. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir í KR
  5.2. Magðalena Ólafsdóttir í Forfar (Skotlandi) - komin aftur
30.1. Andrea Mist Pálsdóttir í Orobica (Ítalíu)
18.1. Bianca Sierra í UNAL (Mexíkó)
18.1. Stephany Mayor í UNAL (Mexíkó)
15.11. Elian Graus í spænskt félag (kom frá Sindra 8. sept.)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert