8. sæti karla: Fylkir

Ólafur Ingi Skúlason er spilandi aðstoðarþjálfari Fylkismanna, með langan feril …
Ólafur Ingi Skúlason er spilandi aðstoðarþjálfari Fylkismanna, með langan feril að baki sem atvinnu- og landsliðsmaður. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Fylki er spáð áttunda sætinu í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu árið 2020 í spá Árvakurs sem birt var í Morgunblaðinu í gær.

Fylkir hafnaði í áttunda sæti á síðasta tímabili en besta árangri sínum náði liðið árin 2000 og 2002 þegar það endaði í öðru sæti deildarinnar. Þá varð Fylkir bikarmeistari 2001 og 2002 en það eru einu stóru titlar félagsins. Atli Sveinn Þórarinsson og Ólafur Stígsson tóku við þjálfarastarfinu í vetur af Helga  Sigurðssyni og þá er Ólafur Ingi Skúlason spilandi aðstoðarþjálfari.

Í Morgunblaðinu í dag, 10. júní, er fjallað um lið Fylkis og möguleika þess á komandi keppnistímabili.

Fylkir sækir Stjörnuna heim í fyrstu umferð Íslandsmótsins á mánudagskvöldið kemur, 15. júní. Í annarri umferð á Fylkir heimaleik gegn Breiðabliki 21. júní og á svo aftur heimaleik gegn Gróttu 29. júní.

Lið Fylkis 2020 - númer, nafn, fæðingarár, leikir/mörk í efstu deild:

MARKVERÐIR:
  1 Aron Snær Friðriksson - 1997 - 32/0
12 Ólafur Kristófer Helgason - 2002 - 1/0
32 Arnar Darri Pétursson - 1991 - 15/0

VARNARMENN:
  2 Ásgeir Eyþórsson - 1993 - 115/9
  5 Orri Sveinn Stefánsson - 1996 - 33/2
  7 Daði Ólafsson - 1994 - 60/4
  8 Ragnar Bragi Sveinsson - 1994 - 96/7
10 Andrés Már Jóhannesson - 1988 - 188/15
21 Daníel Steinar Kjartansson - 1998 - 0/0
     Arnór Gauti Jónsson - 2002 - 0/0

MIÐJUMENN:
  6 Sam Hewson - 1988 - 148/9
16 Ólafur Ingi Skúlason - 1983 - 61/3
17 Birkir Eyþórsson - 2000 - 5/0
18 Nikulás Val Gunnarsson - 2000 - 0/0
28 Helgi Valur Daníelsson - 1981 - 101/9
33 Natan Hjaltalín - 1998 - 0/0
77 Bjarki Ragnar Sturlaugsson - 1998 - 0/0

SÓKNARMENN:
  9 Hákon Ingi Jónsson - 1995 - 64/9
11 Valdimar Þór Ingimundarson - 1999 - 39/9
13 Arnór Gauti Ragnarsson - 1997 - 54/4
14 Þórður Gunnar Hafþórsson - 2001 - 0/0
20 Geoffrey Castillion - 1991 - 53/28 (óvíst)
24 Djair Parfitt-Williams - 1996 - 0/0
     Arnór Borg Guðjohnsen - 2000 - 0/0

Ólafur Kristófer byrjar tímabilið með Elliða, varaliði Fylkis í 3. deild.

Komnir:
16.6. Arnór Borg Guðjohnsen frá Swansea City (Wales)
12.6. Arnór Gauti Jónsson frá Aftureldingu
10.3. Arnar Darri Pétursson frá Þrótti R.
29.2. Djair Parfitt-Williams frá Rudar Velenje (Slóveníu)
22.2. Þórður Gunnar Hafþórsson frá Vestra
16.10. Daníel Steinar Kjartansson frá Elliða (úr láni)
16.10. Natan Hjaltalín frá Elliða (úr láni)

Farnir:
11.6. Leonard Sigurðsson í Kórdrengi
22.2. Emil Ásmundsson í KR
22.2. Kristófer Leví Sigtryggsson í ÍR (lán)
18.2. Leó Ernir Reynisson í ÍA
16.10. Geoffrey Castillion í FH (úr láni) - til Persib Bandung (Indónesíu) 26.2.

mbl.is