9. sæti karla: ÍA

Skagamenn hafa ekki styrkt hjá sér leikmannahópinn fyrir komandi tímabil.
Skagamenn hafa ekki styrkt hjá sér leikmannahópinn fyrir komandi tímabil. mbl.is/Hari

Skagamönnum er spáð níunda sætinu í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu árið 2020 í spá Árvakurs sem birt var í Morgunblaðinu í gær.

ÍA hafnaði í tíunda sæti á síðasta tímabili eftir að hafa verið við topp deildarinnar framan af sumri. Félagið hefur 18 sinnum orðið Íslandsmeistari, síðast árið 2001, og unnið bikarinn níu sinnum, síðast árið 2003. Þjálfari liðsins er Jóhannes Karl Guðjónsson en hann tók við því í árslok 2017 og þetta er hans þriðja tímabil.

Í Morgunblaðinu í dag, 10. júní, er fjallað um lið ÍA og möguleika þess á komandi keppnistímabili.

ÍA fær KA í heimsókn í fyrstu umferð Íslandsmótsins á sunnudaginn kemur, 14. júní. Skagamenn heimsækja FH í Kaplakrika 21. júní og taka á móti Íslandsmeisturum KR 28. júní.

Lið ÍA 2020 - númer, nafn, fæðingarár, leikir/mörk í efstu deild:

MARKVERÐIR:
  1 Aron Bjarki Kristjánsson - 2000 - 0/0
12 Árni Snær Ólafsson - 1991 - 88/0

VARNARMENN:
  3 Óttar Bjarni Guðmundsson - 1990 - 54/2
  4 Aron Kristófer Lárusson - 1998 - 6/1
  5 Benjamín Mehic - 2001 - 0/0
  6 Jón Gísli Eyland Gíslason - 2002 - 10/0
  8 Hallur Flosason - 1993 - 71/4
15 Leó Ernir Reynisson - 2001 - 0/0
24 Hlynur Sævar Jónsson - 1999 - 1/0
26 Mikael Hrafn Helgason - 2001 - 0/0
93 Marcus Johansson - 1993 - 19/0

MIÐJUMENN:
  7 Sindri Snær Magnússon - 1992 - 112/14
11 Arnar Már Guðjónsson - 1987 - 113/16
14 Ólafur Valur Valdimarsson - 1990 - 62/3
16 Brynjar Snær Pálsson - 2001 - 1/0
18 Stefán Teitur Þórðarson - 1998 - 40/3
22 Steinar Þorsteinsson - 1997 - 56/7

SÓKNARMENN:
  9 Viktor Jónsson - 1994 - 61/9
10 Tryggvi Hrafn Haraldsson - 1996 - 55/13
17 Gísli Laxdal Unnarsson - 2001 - 0/0
19 Bjarki Steinn Bjarkason - 2000 - 20/3
21 Marteinn Theodórsson - 2001 - 0/0
24 Ingi Þór Sigurðsson - 2004 - 0/0
25 Sigurður Hrannar Þorsteinsson - 2000 - 1/0
28 Elís Dofri G Gylfason - 2001 - 0/0

Komnir:
18.2. Leó Ernir Reynisson frá Fylki
17.1. Elís Dofri G. Gylfason frá Skallagrími
17.1. Marteinn Theodórsson frá Skallagrími
17.1. Gísli Laxdal Unnarsson frá Kára
11.1. Mikael Hrafn Helgason frá  Skallagrími

Farnir:
  3.6. Hörður Ingi Gunnarsson í FH
22.2. Einar Logi Einarsson í Kára
22.2. Albert Hafsteinsson í Fram
22.2. Oskar Wasilewski í Aftureldingu (var í láni hjá Kára)
22.2. Stefán Ómar Magnússon í Leikni F. (var í láni hjá Haukum)
13.12. Gonzalo Zamorano í El Álamo (Spáni - leikur með Víkingi Ó. 2020)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert