HK-ingur á leið til Bologna

Ari Sigurpálsson er 17 ára gamall.
Ari Sigurpálsson er 17 ára gamall. Ljósmynd/HK

Knattspyrnumaðurinn Ari Sigurpálsson er á leið til ítalska A-deildarfélagsins Bologna samkvæmt heimildum mbl.is. Kaupin eru ekki gengin í gegn en vonast er til þess að mál Ara verði klárað í vikunni. 

Þessi 17 ára gamli sóknarmaður fór á láni til Bologna síðasta vetur og hrifust forráðamenn félagsins af frammistöðu hans. Ari mun hins vegar spila með HK í sumar í úrvalsdeildinni, Pepsi Max-deildinni, þar sem Bologna ætlar að lána hann aftur í Kópavoginn.

Ari lék sínu fyrstu meistaraflokksleiki með HK síðasta sumar þegar hann kom við sögu í tveimur leikjum með liðinu í úrvalsdeildinni. Þá á hann að baki fjórtán landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.

Ari mun æfa með unglingaliði Bologna en hann verður annar Íslendingurinn í herbúðum liðsins því Andri Fannar Baldursson er einnig samningsbundinn ítalska liðinu. Andri Fannar er uppalinn í Breiðbliki en hann er átján ára gamall.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert