Smit í markið hjá Leikni

Eyjólfur Tómasson er hættur og Guy Smit kemur í staðinn.
Eyjólfur Tómasson er hættur og Guy Smit kemur í staðinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Leiknismenn í Breiðholti sem leika í 1. deildinni í knattspyrnu hafa fengið hollenskan markvörð til að fylla skarð Eyjólfs Tómassonar en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Sá heitir Guy Smit, 24 ára gamall, og lék með B-deildarliðinu FC Eindhoven frá 2016-19 en var áður í röðum Nijmegen og Vitesse.

Eyjólfur hefur varið mark Leiknis um árabil en ákvað eftir síðasta tímabil að leggja skóna á hilluna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert