Ungur Mosfellingur í Árbæinn

Arnór Gauti Jónsson handsalar samninginn við Fylki.
Arnór Gauti Jónsson handsalar samninginn við Fylki. Ljósmynd/Fylkir

Fylkismenn hafa fengið átján ára knattspyrnumann úr Aftureldingu, Arnór Gauta Jónsson, í sínar raðir frá Aftureldingu og samið við hann til þriggja ára en þetta kemur fram á Facebook-síðu Árbæjarfélagsins.

Arnór Gauti var fastamaður í liði Aftureldingar í 1. deildinni í fyrra sem varnarmaður og spilaði þá 19 leiki af 22 en hann á jafnframt að baki fjóra leiki með yngri landsliðum Íslands.

mbl.is