3. sæti kvenna: Selfoss

Selfyssingar fögnuðu vel sigri á Val í Meistarakeppni KSÍ 6. …
Selfyssingar fögnuðu vel sigri á Val í Meistarakeppni KSÍ 6. júní. mbl.is/Sigurður Unnar

Selfyssingum er spáð þriðja sætinu í Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu árið 2020 í spá Árvakurs sem birt var í Morgunblaðinu á þriðjudaginn.

Selfoss hafnaði í þriðja sæti á síðasta tímabili og jafnaði þar með sinn besta árangur á Íslandsmótinu en liðið varð jafnframt bikarmeistari í fyrsta skipti. Þjálfari liðsins er Alfreð Elías Jóhannsson og hann er á sínu fjórða tímabili á Selfossi.

Í Morgunblaðinu í dag, 11. júní, er fjallað um lið Selfoss og möguleika þess á komandi keppnistímabili.

Selfoss byrjar Íslandsmótið á því að heimsækja Fylki á laugardaginn kemur, 13. júní og tekur síðan á móti Breiðabliki 18. júní. Í þriðju umferð á Selfoss síðan útileik gegn FH 23. júní.

Lið Selfoss 2020 - númer, nafn, fæðingarár, leikir/mörk í efstu deild:

MARK:
  1 Kaylan Marckese - 1998 - 0/0
13 Margrét Ósk Borgþórsdóttir - 1999 - 0/0

VÖRN:
  2 Selma Friðriksdóttir - 2002 - 3/1
  5 Brynja Valgeirsdóttir - 1993 - 48/0
  6 Bergrós Ásgeirsdóttir - 1997 - 38/0
  7 Anna María Friðgeirsdóttir - 1991 - 109/3
  9 Halla Helgadóttir - 2001 - 22/0
10 Barbára Sól Gísladóttir - 2001 - 36/4
24 Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir - 2003 - 15/0
29 Anna Björk Kristjánsdóttir - 1989 - 130/7

MIÐJA:
  8 Clara Sigurðardóttir - 2002 - 49/6
11 Anna María Bergþórsdóttir - 2003 - 14/0
12 Dagný Brynjarsdóttir - 1991 - 105/39
14 Karitas Tómasdóttir - 1995 - 77/1
18 Magdalena Anna Reimus - 1995 - 69/14
19 Eva Lind Elíasdóttir - 1995 - 86/14
20 Helena Hekla Hlynsdóttir - 2003 - 5/0
21 Þóra Jónsdóttir - 1998 - 20/0
25 Halldóra Birta Sigfúsdóttir - 2001 - 2/0

SÓKN:
  4 Tiffany McCarty - 1990 - 0/0
15 Unnur Dóra Bergsdóttir - 2000 - 24/2
22 Erna Guðjónsdóttir - 1996 - 75/9
26 Hólmfríður Magnúsdóttir - 1984 - 145/120

Komnar:
  6.6. Anna Björk Kristjánsdóttir frá PSV Eindhoven (Hollandi)
  4.6. Tiffany McCarty frá Washington Spirit (Bandaríkjunum)
26.2. Kaylan Marckese frá Sky Blue (Bandaríkjunum)
23.2. Dagný Brynjarsdóttir frá Portland Thorns (Bandaríkjunum)
22.2. Margrét Ósk Borgþórsdóttir frá Tindastóli
22.2. Clara Sigurðardóttir frá ÍBV

Farnar:
  5.6. Dagný Pálsdóttir í Fjölni
22.2. Hrafnhildur Hauksdóttir í FH
18.1. Ásta Sól Stefánsdóttir í Hauka
10.9. Grace Rapp í Reims (Frakklandi)
Allison Murphy
Cassie Lee Boren
Kelsey Wys

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert