2. sæti karla: Breiðablik

Andri Rafn Yeoman er 28 ára gamall en er samt …
Andri Rafn Yeoman er 28 ára gamall en er samt leikjahæsti leikmaður Breiðabliks í efstu deild frá upphafi með 210 leiki. mbl.is/Arnþór Birkisson

Breiðablik er spáð öðru sætinu í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu árið 2020 í spá Árvakurs sem birt var í Morgunblaðinu á þriðjudaginn.

Breiðablik hafnaði í öðru sæti deildarinnar í fyrra, annað árið í röð. Félagið varð Íslandsmeistari 2010 og bikarmeistari 2009 en það eru einu stóru titlar Blikanna til þessa. Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við þjálfun liðsins í vetur af Ágústi Þór Gylfasyni og þreytir frumraun sína  sem þjálfari í efstu deild.

Í Morgunblaðinu í dag, 12. júní, er fjallað um lið Breiðabliks og möguleika þess á komandi keppnistímabili.

Breiðablik fær Gróttu í heimsókn í fyrstu umferð Íslandsmótsins á sunnudagskvöldið kemur, 14. júní og mætir síðan Fylki á útivelli 21. júní. Í þriðju umferð eiga Blikar heimaleik gegn Fjölni 29. júní.

Lið Breiðabliks 2020 - númer, nafn, fæðingarár, leikir/mörk í efstu deild:

MARKVERÐIR:
  1 Gunnleifur Gunnleifsson - 1975 - 304/0
12 Anton Ari Einarsson - 1994 - 77/0
27 Brynjar Atli Bragason - 2000 - 0/0

VARNARMENN:
  4 Damir Muminovic - 1990 - 159/9
  5 Elfar Freyr Helgason - 1989 - 158/4
16 Róbert Orri Þorkelsson - 2002 - 0/0
18 Arnar Sveinn Geirsson - 1991 - 103/8
21 Viktor Örn Margeirsson - 1994 - 67/4
22 Karl Friðleifur Gunnarsson - 2001 - 3/0
25 Davíð Ingvarsson - 1999 - 16/0
62 Ólafur Guðmundsson - 2002 - 0/0

MIÐJUMENN:
  3 Oliver Sigurjónsson - 1995 - 66/5
  6 Alexander Helgi Sigurðarson - 1996 - 20/3
  7 Höskuldur Gunnlaugsson - 194 - 88/18
  8 Viktor Karl Einarsson - 1997 - 14/1
10 Guðjón Pétur Lýðsson - 1987 - 200/45
11 Gísli Eyjólfsson - 1994 - 76/15
30 Andri Rafn Yeoman - 1992 - 210/14
31 Benedikt V. Warén - 2001 - 0/0

SÓKNARMENN:
  9 Thomas Mikkelsen - 1990 - 31/23
20 Kristinn Steindórsson - 1990 - 112/34
23 Stefán Ingi Sigurðarson - 2001 - 0/0
45 Brynjólfur Willumsson - 2000 - 24/3
77 Kwame Quee - 1996 - 28/7

Brynjar Atli er í láni hjá Víkingi Ó. og Karl Friðleifur hjá Gróttu.

Komnir:
  4.3. Oliver Sigurjónsson frá Bodø/Glimt (Noregi)
27.2. Nikola Dejan Djuric frá Midtjylland (Danmörku) - lánaður í Hauka 28.2.
22.2. Kristinn Steindórsson frá FH
22.2. Anton Ari Einarsson frá Val
22.2. Brynjar Atli Bragason frá Njarðvík - lánaður í Víking Ó. 27.2.
22.2. Róbert Orri Þorkelsson frá Aftureldingu
16.10. Kwame Quee frá Víkingi R. (úr láni)

Farnir:
  4.6. Karl Friðleifur Gunnarsson í Gróttu (lán)
  4.6. Aron Kári Aðalsteinsson í Fram (lán - var í láni hjá HK)
22.2. Gísli Martin Sigurðsson í Aftureldingu (var í láni hjá Njarðvík)
22.2. Ólafur Íshólm Ólafsson í Fram
22.2. Þórir Guðjónsson í Fram
19.2. Anton Logi Lúðvíksson í SPAL (Ítalíu)
19.2. Kristian Nökkvi Hlynsson í Ajax (Hollandi)
  6.2. Alfons Sampsted í Norrköping (Svíþjóð) (úr láni)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert