3. sæti karla: KR

KR-ingar mæta til leiks sem ríkjandi Íslandsmeistarar.
KR-ingar mæta til leiks sem ríkjandi Íslandsmeistarar. mbl.is/Hari

KR-ingum er spáð þriðja sætinu í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu árið 2020 í spá Árvakurs sem birt var í Morgunblaðinu á þriðjudaginn.

KR  varð Íslandsmeistari með yfirburðum 2019 og vann meistaratitilinn í 27. skipti en félagið er það sigursælasta í sögunni. Þá hefur KR fjórtán sinnum orðið bikarmeistari, einnig oftast allra. Rúnar Kristinsson er að hefja sitt þriðja tímabil í röð sem þjálfari liðsins en hann stýrði því áður á árunum 2010 til 2014 þar sem það varð tvisvar Íslandsmeistari og þrisvar bikarmeistari.

Í Morgunblaðinu í dag, 12. júní, er fjallað um lið KR og möguleika þess á komandi keppnistímabili.

KR sækir Val heim í fyrsta leik Íslandsmótsins annað kvöld, laugardagskvöldið 13. júní. KR-ingar fá HK í heimsókn 20. júní og leika síðan við ÍA á útivelli í þriðju umferðinni 28. júní.

Lið KR 2020 - númer, nafn, fæðingarár, leikir/mörk í efstu deild:

MARKVERÐIR:
  1 Beitir Ólafsson - 1986 - 59/0
13 Guðjón Orri Sigurjónsson - 1992 - 31/0

VARNARMENN:
  5 Arnór Sveinn Aðalsteinsson - 1986 - 194/6
  6 Gunnar Þór Gunnarsson - 1985 - 152/2
11 Kennie Chopart - 1990 - 131/30
18 Aron Bjarki Jósepsson - 1989 - 114/7
19 Kristinn Jónsson - 1990 - 188/12
25 Finnur Tómas Pálmason - 2001 - 17/1

MIÐJUMENN:
  4 Arnþór Ingi Kristinsson - 1990 - 94/12
  8 Finnur Orri Margeirsson - 1991 - 217/1
10 Pálmi Rafn Pálmason - 1984 - 185/49
15 Emil Ásmundsson - 1995 - 49/7
16 Pablo Punyed - 1990 - 134/10
17 Alex Freyr Hilmarsson - 1993 - 86/16
23 Atli Sigurjónsson - 1991 - 130/11

SÓKNARMENN:
  7 Tobias Thomsen - 1992 - 57/17
  9 Björgvin Stefánsson - 1994 - 46/11
14 Ægir Jarl Jónasson - 1998 - 69/3
21 Kristján Flóki Finnbogason - 1995 - 63/19
22 Óskar Örn Hauksson - 1984 - 309/75
29 Stefán Árni Geirsson - 2000 - 2/0

Emil verður ekki með vegna meiðsla.

Komnir:
22.2. Emil Ásmundsson frá Fylki
22.2. Guðjón Orri Sigurjónsson frá Stjörnunni
16.10. Stefán Árni Geirsson frá Leikni R. (úr láni)

Farnir:
12.6. Þorsteinn Örn Bernharðsson í HK (lán - lék með Haukum 2019)
  6.6. Tryggvi Snær Geirsson í Fram (lán - var í láni hjá KV)

  5.6. Ómar Castaldo Einarsson í KV (lán)
  3.6. Ástbjörn Þórðarson í Gróttu (lán - lék með Gróttu 2019)
  3.6. Hjalti Sigurðsson í Leikni R. (lán - lék með Leikni R. 2019)
  5.3. Axel Sigurðarson í Gróttu (lék með Gróttu 2019)
  5.3. Bjarki Leósson í Gróttu (lék með Gróttu 2019)
Skúli Jón Friðgeirsson, hættur
Sindri Snær Jensson, hættur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert