5. sæti karla: Stjarnan

Hilmar Árni Halldórsson er í stóru hlutverki hjá Stjörnunni og …
Hilmar Árni Halldórsson er í stóru hlutverki hjá Stjörnunni og hefur skorað 46 mörk fyrir liðið í deildinni á fjórum árum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjörnunni er spáð fimmta sætinu í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu árið 2020 í spá Árvakurs sem birt var í Morgunblaðinu á þriðjudaginn.

Stjarnan hafnaði í fjórða sæti deildarinnar á síðasta tímabili. Félagið hefur einu sinni orðið Íslandsmeistari, árið 2014, og vann bikarinn í fyrsta sinn 2018. Rúnar Páll Sigmundsson hefur þjálfað Stjörnuna frá haustinu 2013 en fékk í vetur hinn þrautreynda Ólaf Jóhannesson til liðs við sig og stýra þeir Garðabæjarliðinu saman.

Í Morgunblaðinu í dag, 12. júní, er fjallað um lið Stjörnunnar og möguleika þess á komandi keppnistímabili.

Stjarnan tekur á móti Fylki í fyrstu umferð Íslandsmótið á mánudaginn kemur, 15. júní. Liðið sækir Fjölni heim 21. júní og tekur á móti KA í þriðju umferðinni 28. júní.

Lið Stjörnunnar 2020 - númer, nafn, fæðingarár, leikir/mörk í efstu deild:

MARKVERÐIR:
  1 Haraldur Björnsson - 1989 - 91/0
23 Vignir Jóhannesson - 1990 - 9/0
33 Viktor Reynir Oddgeirsson - 2003 - 0/0

VARNARMENN:
  2 Brynjar Gauti Guðjónsson - 1992 - 174/9
  3 Jósef Kristinn Jósefsson - 1989 - 120/8
  4 Jóhann Laxdal - 1990 - 164/12
  9 Daníel Laxdal - 1986 - 220/7
12 Heiðar Ægisson - 1995 - 93/1
15 Þórarinn Ingi Valdimarsson - 1990 - 169/21
19 Martin Rauschenberg - 1992 - 61/2
21 Elís Rafn Björnsson - 1992 - 79/4
24 Björn Berg Bryde - 1992 - 68/4

MIÐJUMENN:
  6 Þorri Geir Rúnarsson - 1995 - 71/2
  8 Halldór Orri Björnsson - 1987 - 188/59
10 Hilmar Árni Halldórsson - 1992 - 108/50
20 Eyjólfur Héðinsson - 1985 - 123/6
29 Alex Þór Hauksson - 1999 - 56/3
32 Tristan Freyr Ingólfsson - 1999 - 0/0

SÓKNARMENN:
  7 Guðjón Baldvinsson - 1986 - 138/57
11 Þorsteinn Már Ragnarsson - 1990 - 148/29
16 Ævar Ingi Jóhannesson - 1995 - 48/7
17 Kristófer Konráðsson - 1998 - 11/0
18 Sölvi Snær Guðbjargarson - 2001 - 28/6
22 Emil Atlason - 1993 - 83/16
27 Ísak Andri Sigurgeirsson - 2003 - 0/0
28 Óli Valur Ómarsson - 2003 - 1/0

Komnir:
22.2. Emil Atlason frá HK
22.2. Halldór Orri Björnsson frá FH
22.2. Vignir Jóhannesson frá FH
16.10. Björn Berg Bryde frá HK (úr láni)
16.10. Kristófer Konráðsson frá KFG (úr láni)

Farnir:
22.2. Baldur Sigurðsson í FH
22.2. Guðjón Orri Sigurjónsson í KR
  4.2. Guðmundur Steinn Hafsteinsson í Koblenz (Þýskalandi)
10.1. Nimo Gribenco í AGF (Danmörku) (úr láni)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert