6. sæti karla: Víkingur

Víkingar þóttu spila afar skemmtilegan fótbolta í fyrra og urðu …
Víkingar þóttu spila afar skemmtilegan fótbolta í fyrra og urðu bikarmeistarar en enduðu í 7. sæti í deildinni. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Víkingi úr Reykjavík er spáð 6. sætinu í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu árið 2020 í spá Árvakurs sem birt var í Morgunblaðinu á þriðjudaginn.

Víkingur hafnaði í sjötta sæti deildarinnar á síðasta tímabili og varð jafnframt bikarmeistari í annað skipti en félagið vann áður bikarinn árið 1971. Víkingur hefur fimm sinnum orðið Íslandsmeistari, síðast árið 1991. Þjálfari liðsins er Arnar Gunnlaugsson sem tók við liðinu fyrir síðasta tímabil.

Í Morgunblaðinu í dag, 12. júní, er fjallað um lið Víkings og möguleika þess á komandi keppnistímabili.

Víkingur tekur á móti Fjölni í fyrstu umferð Íslandsmótsins á mánudaginn kemur, 15. júní. Liðið sækir KA heim til Akureyrar 20. júní og tekur á móti FH í þriðju umferðinni 29. júní.

Lið Víkings 2020 - númer, nafn, fæðingarár, leikir/mörk í efstu deild:

MARKVERÐIR:
  1 Ingvar Jónsson - 1989 - 79/0
12 Emil Andri Auðunsson - 2000 - 1/0
16 Þórður Ingason - 1988 - 154/0

VARNARMENN:
  3 Logi Tómasson - 2000 - 19/2
  6 Halldór Smári Sigurðsson - 1988 - 126/0
  8 Sölvi Geir Ottesen - 1984 - 41/2
11 Dofri Snorrason - 1990 - 129/4
17 Atli Barkarson - 2001 - 0/0
21 Kári Árnason - 1982 - 25/2
24 Davíð Örn Atlason - 1994 - 92/4
27 Tómas Guðmundsson - 1992 - 18/1

MIÐJUMENN:
  7 Erlingur Agnarsson - 1998 - 51/4
13 Viktor Örlygur Andrason - 2000 - 20/0
14 Bjarni Páll Runólfsson - 1996 - 34/3
15 Kristall Máni Ingason - 2002 - 0/0
19 Þórir Rafn Þórisson - 2001 - 1/0
20 Júlíus Magnússon - 1998 - 17/1
22 Ágúst Eðvald Hlynsson - 2000 - 25/4
25 Bjarki Björn Gunnarsson - 2000 - 0/0
28 Halldór Jón Sigurður Þórðarson - 1996 - 2/0
31 Isaac Owusu Afriyie - 2000 - 0/0
77 Atli Hrafn Andrason - 1999 - 34/1

SÓKNARMENN:
  9 Helgi Guðjónsson - 1999 - 0/0
10 Óttar Magnús Karlsson - 1997 - 28/12
18 Örvar Eggertsson - 1999 - 36/2
23 Nikolaj Hansen - 1993 - 57/14

Isaac byrjar tímabilið í láni hjá Tindastóli.

Komnir:
11.6. Kristall Máni Ingason frá FC København (Danmörku) (lán)
27.2. Ingvar Jónsson frá Viborg (Danmörku)
26.2. Atli Barkarson frá Fredrikstad (Noregi)
22.2. Helgi Guðjónsson frá Fram
16.10. Bjarni Páll Linnet Runólfsson frá Þrótti R. (úr láni)
16.10. Halldór Jón Sigurður Þórðarson frá Gróttu (úr láni)
Tómas Guðmundsson, byrjaður aftur

Farnir:
  6.6. Isaac Owusu Afriyie í Tindastól (lán)
22.2. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson í Kórdrengi (var í láni hjá Haukum)
22.2. Gunnlaugur Hlynur Birgisson í Þrótt R.
  6.2. Guðmundur Andri Tryggvason í Start (Noregi) (úr láni)
18.10. James C. Mack í Hamilton Wanderers (Nýja-Sjálandi)
16.10. Kwame Quee í Breiðablik (úr láni)
  5.9. Mohamed Dide Fofana í Sogndal (Noregi) (úr láni)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert