Arnór verður með Fylkismönnum

Arnór Borg Guðjohnsen ásamt foreldrum sínum, Arnóri Guðjohnsen og Önnu …
Arnór Borg Guðjohnsen ásamt foreldrum sínum, Arnóri Guðjohnsen og Önnu Borg. Ljósmynd/Breiðablik

Knattspyrnumaðurinn Arnór Borg Guðjohnsen hefur rift samningi sínum við velska félagið Swansea City og er búinn að semja við Fylkismenn um að leika með þeim á komandi keppnistímabili.

Þetta  staðfestir Arnór við fotbolti.net í dag. Hann er 19 ára gamall sóknarmaður og hefur verið í röðum Swansea í þrjú ár en lék áður með yngri flokkum Breiðabliks. Arnór hefur æft með Fylkismönnum síðustu vikur.

mbl.is