Virkilega góð tilfinning að vera byrjaður

Kristján Gauti Emilsson er kominn aftur af stað með Hafnarfjarðarliðinu …
Kristján Gauti Emilsson er kominn aftur af stað með Hafnarfjarðarliðinu eftir langt frí frá fótboltanum og gæti spilað á ný fljótlega. mbl.is/Styrmir Kári

Óvæntustu tíðindin í aðdraganda Íslandsmótsins í knattspyrnu hljóta að vera þau að Kristján Gauti Emilsson ætlar að taka fram skóna og spila með FH eftir fjögurra ára hvíld frá íþróttinni.

Kristján lék síðast árið 2015 með Nijmegen í Hollandi en síðast með FH sumarið 2014. Setti hann þá verulega svip á FH-liðið með því að skora fimm mörk í níu leikjum í deildinni og þrjú til viðbótar í Evrópuleikjum.

„Sú hugsun að taka fram skóna hefur komið til mín nokkrum sinnum. Ég gat ekki hætt að velta því fyrir mér og ákvað loksins að fylgja því eftir og taka fram skóna. Í rauninni velti ég því ekkert fyrir mér að spila í neðri deildunum og finnst það vera virkilega spennandi áskorun að spila með FH í Pepsi Max deildinni,“ sagði Kristján Gauti þegar Morgunblaðið heyrði í honum í gær. Hann kíkti á nokkrar æfingar hjá Stjörnunni eins og hann orðaði það og fór á fyrstu æfingu sína með FH í gær. „Því fylgir virkilega góð tilfinning að vera byrjaður að spila fótbolta og snerta boltann. Ég hlakka bara til sumarsins.“

Sjá viðtal við Kristján Gauta í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert