Fjölnir fær liðsstyrk

Örvar Eggertsson er genginn í raðir Fjölnis.
Örvar Eggertsson er genginn í raðir Fjölnis. Ljósmynd/Fjölnir

Knattspyrnumaðurinn Örvar Eggertsson hefur gengið í raðir Fjölnis frá Víkingi R. Örvar er 21 árs og hefur spilað 36 leiki í efstu deild.

Fjölnir greinir frá þessu á samfélagsmiðlum sínum en liðið gerði 1:1-jafntefli gegn einmitt Víkingum í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar í Fossvoginum á mánudaginn. Örvar kom ekki við sögu í þeim leik en hann á tvö mörk í efstu deild og önnur tvö í bikarkeppninni.

Fjölnir tekur á móti Stjörnunni í annarri umferð um næstu helgi en Grafarvogsliðið er nýliði í deildinni eftir að hafa hafnað í öðru sæti í fyrstu deildinni á síðustu leiktíð.

mbl.is