Ferillinn búinn hjá KR-ingnum?

Gunnar Þór, lengst til hægri, í leik gegn HK á …
Gunnar Þór, lengst til hægri, í leik gegn HK á laugardag. mbl.is/Sigurður

Rúnar Kristinsson, þjálfari karlaliðs KR í knattspyrnu, sagði í viðtali við Fótbolta.net að ferill varnarmannsins Gunnars Þórs Gunnarssonar væri á enda vegna meiðsla sem hann varð fyrir í 8:1-sigri á Vængjum Júpíters í Mjólkurbikarnum í kvöld. 

Gunnar Þór varð fyrir hnémeiðslum í leiknum, en hann er 34 ára gamall. „Við erum að horfa upp á Gunnar Þór Gunnarsson vera að klára ferilinn sinn hérna út af hnémeiðslum sem er hægt að rekja til þessa gervigrass sem er hérna,“ sagði Rúnar við Fótbolta.net í leikslok. 

Rúnar er vægast sagt ekki hrifinn af gervigrasinu í Egilshöllinni, en Emil Ásmundsson sleit krossband í hné á sama grasi í vetur. „Það er óboðlegt að spila hér inni í 32-liða úrslitum á þessu gervigrasi. Annar leikmaðurinn minn á þessu ári sem eyðileggur á sér hnéð. Þetta er allt of dýrt,“ sagði Rúnar enn fremur við Fótbolta.net. 

mbl.is