Er enginn að kenna dómurum hvernig eigi að dæma?

Úr leiknum á Skaganum í gærkvöldi.
Úr leiknum á Skaganum í gærkvöldi. Ljósmynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson

Fyrrverandi knattspyrnudómarinn Jóhannes Valgeirsson var ekki ánægður með dómgæsluna á Akranesi í gær þegar ÍA tók á móti KR í þriðju umferð Íslandsmótsins, Pepsi Max-deildinni, í gærkvöldi.

Einar Ingi Jóhansson dæmdi leikinn á Skaganum og tók nokkrar umdeildar ákvarðanir, sér í lagi þegar hann virtist gefa KR-ingum afar ódýra vítaspyrnu undir lok leiks. Skagamenn voru gríðarlega ósáttir við frammistöðu hans og setti Jóhannes spurningarmerki við gamla kollega sinn á Twitter í gærkvöldi.

„Er að horfa á leik á Skaganum. Laumast að mér spurning. Er enginn að kenna dómurum í dag hvernig eigi að dæma? Stuttbuxurnar smellpassa. Það er nokkurn veginn allt!“ skrifar Jóhannes á Twitter en hann var einn af reyndustu dómurum KSÍ þar til flautan fór á hilluna 2011.

Blaðamaður mbl.is á leiknum í gær tók í sama streng og skrifaði m.a. í leikskýrslu sinni: „Þá var Ein­ar Ingi Jó­hanns­son dóm­ari ekki að eiga sitt besta kvöld, lítið sam­ræmi var í ákvörðunum hans á Norðuráls­vell­in­um og fengu KR-ing­ar afar ódýra víta­spyrnu und­ir lok leiks. Sú ákvörðun kom reynd­ar ekki að sök er Pálmi nýtti ekki víta­spyrn­una en það var mikið um mis­vel fram­kvæmd­ar tæk­ling­ar á vell­in­um í kvöld sem Ein­ar tók oft illa á. Það er erfitt fyr­ir leik­menn að spila fót­bolta­leik þegar lín­an í dómgæsl­unni er á stans­lausu reiki.

mbl.is