Næstu leikjum Fylkis frestað

Fylkiskonur eru komnar í sóttkví og næstu leikjum þeirra hefur …
Fylkiskonur eru komnar í sóttkví og næstu leikjum þeirra hefur verið frestað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveimur leikjum til viðbótar hefur verið frestað í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, vegna kórónuveirusmits.

Eins og áður hefur komið fram hefur leikmaður Fylkis greinst með smit. Fyrir vikið hefur KSÍ nú frestað leik Þórs/KA og Fylkis sem fram átti að fara á Akureyri annað kvöld, sem og viðureign Fylkis og ÍBV sem átti að fara fram í Árbænum næsta mánudag, 6. júlí.

Alls hefur því sex leikjum af tíu í næstu tveimur umferðum deildarinnar verið frestað.

mbl.is