Arnar Sveinn kominn í Árbæinn

Arnar Sveinn Geirsson (18) í leik með Breiðabliki.
Arnar Sveinn Geirsson (18) í leik með Breiðabliki. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fylkismenn hafa fengið Arnar Svein Geirsson lánaðan frá Breiðabliki en félagaskipti hans yfir í Árbæjarfélagið hafa verið staðfest af KSÍ.

Arnar kom til Breiðabliks frá Val fyrir síðasta tímabil og spilaði þá 11 leiki í úrvalsdeildinni en hefur ekki fengið tækifæri í fyrstu þremur umferðunum á yfirstandandi tímabili. Arnar er uppalinn Valsmaður og hefur lengst af verið á Hlíðarenda en einnig spilað með Víkingi í Ólafsvík, KH og Fram.

Hann er 28 ára gamall og á að baki 103 úrvalsdeildarleiki og hefur skorað í þeim 8 mörk. Arnar hefur mest leikið sem hægri bakvörður.

mbl.is