Bæta þriðja Spánverjanum í sinn hóp

Endika Galarza og Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar.
Endika Galarza og Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar. Ljósmynd/Afturelding

Knattspyrnulið Aftureldingar hefur fengið liðsauka frá Spáni en félagið hefur samið við miðvörðinn Endika Galarza um að leika með liðinu út þetta keppnistímabil. Þetta kemur fram á twitter-síðu Aftureldingar.

Galarza er 25 ára gamall og ólst upp hjá Osasuna þar sem hann lék fyrst með varaliði félagsins í C-deildinni en síðan með C- og D-deildarliðunum Pena Sport, Izarra og Real Unión. Hann lék með síðastnefnda liðinu í C-deildinni á tímabilinu 2019-20 og spilaði 14 af 28 leikjum liðsins.

Afturelding hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í 1. deild karla, Lengjudeildinni, 1:5 gegn Keflavík og 1:2 gegn ÍBV. Fyrir eru tveir Spánverjar í leikmannahópi Mosfelllinga, þeir Alejandro Zambrano og markvörðurinn Jon Tena.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert