Ekki öfundsvert að vera í úrvalsdeild

Framarar eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki …
Framarar eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki sína í 1. deildinni. mb.is/Arnþór Birkisson

Undirritaður hefur nú gengið á bak orða sinna þriðja sumarið í röð. Pílagrímsferð til Grenivíkur hefur verið í kortunum síðan Magnamenn komust upp í fyrstu deildina fyrir þremur árum. En ávallt þegar Framararnir mínir eiga leið um Eyjafjörð er ég vant við látinn, einhverra hluta vegna.

Við áhugamennirnir um knattspyrnu sjáum gjarnan rómantík í því að keyra hingað og þangað í þrjá, sex eða níu klukkutíma til að sjá einn níutíu mínútna leik, með hléi. Í raun hefur enginn boltaunnandinn lifað, fyrr en hann hefur lagt í slíkt ferðalag.

En ekki komst ég til Grenivíkur í sumar, enn eina ferðina; og er það sérlega ergilegt í ljós þess að mínir menn kváðu loks niður Magna-grýluna.

Ekki er þó ástæða til að örvænta. Fyrsta deildin býður upp á óteljandi tækifæri til ferðalaga á hvert landshorn. Það er í raun varla farandi á útileik, nema menn séu tilbúnir að leggja á sig erfitt og jafnvel glæfralegt ferðalag. Það er erfitt að vera í fyrstu deild, vegna þess að það á að vera erfitt!

Í sumar hef ég hugsað mér að heimsækja Leiknismenn á Fáskrúðsfirði, Víkinga í Ólafsvík og ÍBV í Vestmannaeyjum. Það hlýtur að vera fátæklegt að búa á höfuðborgarsvæðinu og styðja lið í efstu deild.

Bakvörðinn í heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »