Kominn aftur á heimaslóðirnar í HK

Ívar Örn Jónsson í leik með Val.
Ívar Örn Jónsson í leik með Val. mbl.is/Hari

HK-ingar fengu í kvöld góðan liðsauka í fótboltanum þegar Ívar Örn Jónsson gekk til liðs við þá frá Val og samdi til hálfs þriðja árs við félagið, eða til loka tímabilsins 2022.

Ívar er uppalinn HK-ingur og lék þar tvö fyrstu ár sín í meistaraflokki, 2011 og 2012, en síðan með Víkingi í Reykjavík frá 2013 til 2017 og með Val frá þeim tíma. Hann á að baki 96 leiki í efstu deild með Víkingi og Val og samtals 138 deildaleiki þar sem hann hefur skorað 15 mörk, tólf þeirra í úrvalsdeildinni.

Ívar, sem er vinstri bakvörður eða miðjumaður, hefur ekki fengið tækifæri með Valsliðinu það sem af er tímabilinu og lék sex leiki í deildinni á síðasta ári.

Ívar Örn Jónsson, liggjandi, í leik með HK árið 2011.
Ívar Örn Jónsson, liggjandi, í leik með HK árið 2011. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is