Leiknir bætir við sig sóknarmanni

Leiknir á Fáskrúðsfirði hefur fengið góðan liðsauka síðustu daga.
Leiknir á Fáskrúðsfirði hefur fengið góðan liðsauka síðustu daga. Ljósmynd/@Leiknirfask

Fyrstudeildarlið Leiknis á Fáskrúðsfirði í knattspyrnu styrkti sig enn frekar í dag þegar spænski framherjinn David Fernandez samdi við félagið.

Fernandez er 27 ára gamall og er alinn upp hjá Leganés en hefur að undanförnu leikið með Flat Earth frá Madrid sem leikur í D-deildinni á Spáni.

Hann er annar framherjinn sem Leiknir fær á sama sólarhringnum en í gær kom Kristófer Páll Viðarsson til liðsins á láni frá Keflavík.

mbl.is