Tónlistarmaðurinn til liðs við FH-inga

Logi Tómasson í leik með Víkingi.
Logi Tómasson í leik með Víkingi. mbl.is/Kristinn Magnússon

FH-ingar hafa fengið knattspyrnumanninn og tónlistarmanninn Loga Tómasson lánaðan frá Víkingi í Reykjavík út þetta tímabil.

Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH til margra ára, skýrði frá þessu í þættinum Pepsi Max Stúkan sem nú stendur yfir á Stöð 2 Sport.

Logi er 19 ára gamall, uppalinn Víkingur, og hefur spilað 21 leik með liðinu í úrvalsdeildinni og skorað í þeim tvö mörk, bæði gegn Val á síðustu leiktíð.

mbl.is