Ástralskur varnarmaður í KR

Jóhannes Karl Sigursteinsson og lærikonur hans í KR hafa fengið …
Jóhannes Karl Sigursteinsson og lærikonur hans í KR hafa fengið varnarmann frá Ástralíu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Angela Beard er er gengin til liðs við knattspyrnulið KR og mun hún leika með liðinu í úrvalsdeild kvenna í sumar. Beard er 22 ára gamall varnarmaður sem hefur undanfarin þrjú tímabil leikið með Melbourne Victory í efstu deild Ástralíu.

Þar áður lék hún með Brisbane Roar í þrjú tímabil en hún á að baki 66 deildarleiki í Ástralíu þar sem hún hefur skorað eitt mark. KR hefur byrjað tímabilið afar illa en liðið er í tíunda og neðsta sæti deildarinnar án stiga eftir fyrstu þrjá leiki sína.

Meirihlutinn af leikmannahópi liðsins er nú í sóttkví eftir að leikmaður Breiðabliks greindist með kórónuveiruna fyrir tæpri viku. Smitið greindist stuttu eftir leik Breiðabliks og KR í Kópavoginum en næsti leikur KR verður gegn Stjörnunni í Garðabænum 14. júlí.

mbl.is