Grótta fær sóknarmann frá Celtic

Gróttumenn hafa fengið liðsauka.
Gróttumenn hafa fengið liðsauka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skoskur knattspyrnumaður, Kieran McGrath, er kominn til liðs við Gróttumenn, nýliðana í úrvalsdeild karla, en hann fékk leikheimild með Seltjarnarnesliðinu í dag.

McGrath er 19 ára gamall sóknarmaður og kemur frá meistaraliðinu Celtic þar sem hann hefur leikið með unglinga- og varaliði en stóran hluta síðasta tímabils lék hann með East Kilbride í fimmtu efstu deild Skotlands. Þá hefur hann leikið með U16 ára landsliði Skotlands.

mbl.is