Meistararnir með fullt hús

Elín Metta Jensen hefur byrjað tímabilið frábærlega fyrir Valskonur.
Elín Metta Jensen hefur byrjað tímabilið frábærlega fyrir Valskonur. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Valskonur eru með fullt hús stiga á toppi Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta eftir 3:1-sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í gær. Elín Metta Jensen skoraði tvö mörk fyrir Val og Bergdís Fanney Einarsdóttir bætti við þriðja markinu. Grace Hancock gerði mark ÍBV, en Eyjakonur hafa tapað þremur leikjum í röð eftir sigur á Þrótti í fyrstu umferð. ÍBV spilaði hins vegar betur í gær en í undanförnum leikjum.

„Eyjakonur spiluðu á löngum köflum mjög vel í leiknum og sýndu þær miklar framfarir frá síðustu tveimur leikjum gegn Þór/KA og Stjörnunni þar sem þær spiluðu alls ekki vel. Valskonur sýndu mikinn styrk í því að klára leikinn á erfiðum útivelli og eru vel að sigrinum komnar,“ skrifaði Arnar Gauti Grettisson m.a. um leikinn á mbl.is.

*Elín Metta Jesen hefur skorað í öllum fjórum leikjum Vals til þessa, alls sjö mörk. Hefur hún skorað 108 mörk í efstu deild í 139 leikjum og fór upp í 12. sætið yfir þær markahæstu frá upphafi í deildinni.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »