Skemmtilegt að lesa þetta

Patrick Pedersen var að skora sín fyrstu mörk í deildinni …
Patrick Pedersen var að skora sín fyrstu mörk í deildinni í sumar gegn HK. mbl.is/Árni Sæberg

Danski framherjinn Patrick Pedersen fór mikinn fyrir Valsmenn þegar liðið heimsótti HK í 3. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildarinnar, í Kórinn í Kópavogi á sunnudaginn.

Pedersen gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í leiknum, en þetta voru fyrstu mörk hans á tímabilinu.

„Ég var fyrst og fremst ánægður með frammistöðu liðsins og sigurinn,“ sagði Patrick við Morgunblaðið. „Það er alltaf gaman að skora og ekki verra þegar það eru þrjú mörk. Mér fannst við vera sterkari aðilinn frá fyrstu mínútu og eftir að við skoruðum þriðja markið var leikurinn svo gott sem búinn.

Við duttum í ákveðið kæruleysi því við hefðum hæglega getað bætt við mörkum. Það tókst hins vegar ekki en heilt yfir var þetta mjög vel spilaður leikur af okkar hálfu gegn öflugu HK-liði sem er erfitt að spila við, sérstaklega á heimavelli þess.

Við erum alltaf að bæta okkur sem lið og mér finnst leikmennirnir alltaf vera að komast í betri takt við hugmyndafræði þjálfaranna. Mér finnst við hafa spilað mjög vel í síðustu tveimur leikjum þar sem við höfum skorað fullt af mörkum á meðan okkur hefur tekist að halda markinu hreinu og það er mjög jákvæð þróun líka,“ sagði Daninn, sem á að baki 86 leiki með Val í efstu deild, þar sem hann hefur skorað 58 mörk.

„Ég var meðvitaður um að ég hefði verið að skora þriðju þrennu mína, sem var skemmtilegt, en ég vissi ekki að ég væri orðinn næstmarkahæsti erlendi leikmaður efstu deildar frá upphafi. Ég las um það daginn eftir leikinn og ég hafði mjög gaman af því.

Viðtalið í heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »