Enn einn 3:0-sigurinn

Albert Brynjar Ingason gerði tvö mörk.
Albert Brynjar Ingason gerði tvö mörk.

Kórdrengir eru með fullt hús stiga á toppi 2. deildar karla í fótbolta eftir 3:0-sigur á Njarðvík á Framvellinum í kvöld. Hafa Kórdrengir unnið alla þrjá leiki sína til þessa með sömu markatölu. 

Albert Brynjar Ingason kom Kórdrengjum í 2:0 með mörkum á 9. og 22. mínútu og var staðan í hálfleik 2:0. Jordan Damachoua gulltryggði 3:0-sigur með marki á 87. mínútu. Arnar Helgi Magnússon fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt undir lokin hjá Njarðvík, sem er í þriðja sæti með sex stig. 

Í Ólafsfirði vann KF ótrúlegan 3:2-sigur á Kára. Jón Vilhelm Ákason kom Kára yfir í fyrri hálfleik en Sævar Þór Fylkisson, Theodore Wilson og Ljubomir Delic svöruðu fyrir KF og komu liðinu í 3:1. Garðar Bergmann Gunnlaugsson lagaði stöðuna fyrir Kára og þar við sat. 

mbl.is