Mikill liðsstyrkur á Akranes

Guðrún Karítas Sigurðardóttir er að jafna sig á meiðslum.
Guðrún Karítas Sigurðardóttir er að jafna sig á meiðslum. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Knattspyrnukonan Guðrún Karítas Sigurðardóttir er gengin til liðs við uppeldisfélag sitt ÍA á láni og mun hún leika með liðinu fram í ágúst í það minnsta. Guðrún Karítas kemur til ÍA frá Val þar sem hún hefur spilað frá árinu 2018.

Þetta er mikill liðsstyrkur fyrir ÍA sem leikur í 1. deildinni, Lengjudeildinni, en Guðrún Karítas er 24 ára gamall framherji sem á að baki 79 leiki í efstu deild þar sem hún hefur skorað 15 mörk. Þá á hún að baki 16 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands þar sem hún hefur skorað sex mörk.

Guðrún Karítas lék með ÍA á árunum 2012 til ársins 2015 þegar hún gekk til liðs við Stjörnuna.Hún skoraði 20 mörk í 26 leikjum fyrir félagið í 1. deildinni en hún skoraði tvö mörk í átta leikjum fyrir Val á síðustu leiktíð þegar liðið varð Íslandsmeistari.

Guðrún Karítas er að koma til baka eftir meiðsli á ökkla en ÍA hefur ekki byrjað tímabilið vel í 1. deildinni og er einungis með 2 stig eftir fyrstu tvo leiki sína en liðið ætlaði sér að berjast í og við toppinn í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert