Selfoss fær liðsauka frá Svíþjóð

Eyrún Guðmundsdóttir.
Eyrún Guðmundsdóttir. Ljósmynd/laget.se

Eyrún Guðmundsdóttir, fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar og Þórs/KA í knattspyrnunni, er gengin til liðs við Selfyssinga en hún hefur leikið í Svíþjóð um árabil.

Eyrún er 33 ára gömul og lék með meistaraflokki Þórs/KA frá 2004 til 2006 en síðan með Stjörnunni 2007 og aftur frá 2011 til 2013. Hún varð tvisvar Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari með Garðabæjarliðinu, og á að baki 60 leiki í efstu deild hér á landi.

Í Svíþjóð hefur hún leikið frá 2014, fyrst með Sunnanå og síðan Östersund í B-deildinni en síðan með Skövde í C-deildinni. Hún er nýflutt á Selfoss og fékk leikheimild með Selfyssingum frá og með morgundeginum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert