Fullkomin byrjun Framara - Leiknisliðin unnu bæði

Magnús Þórðarson úr Fram og Kristján Atli Marteinsson, Aftureldingu, eigast …
Magnús Þórðarson úr Fram og Kristján Atli Marteinsson, Aftureldingu, eigast við í kvöld. mbl.is/Arnþór

Framarar eru með fullt hús stiga í Lengjudeild karla í fótbolta eftir 1:0-sigur á Aftureldingu á Framvelli í kvöld. Albert Hafsteinsson, sem kom frá ÍA fyrir tímabilið, skoraði sigurmark Fram á 56. mínútu. Afturelding er enn án stiga. 

Leiknir frá Fáskrúðsfirði vann sinn fyrsta sigur í deildinni í sumar er liðið gerði góða ferð til Grenivíkur og vann 2:0-sigur á Magna. Fyrirliðinn Arkadiusz Jan Grzelak gerði bæði mörk Leiknis. Það fyrra kom úr víti á 15. mínútu og það síðara á 58. mínútu er hann innsiglaði góðan sigur. Magni er enn án stiga. 

Leiknir úr Reykjavík er með sjö stig eftir góða ferð til Keflavíkur. Dagur Austmann Hilmarsson kom Keflavík yfir með sjálfsmarki á 35. mínútu en tvíburabróðir hans Máni Austmann Hilmarsson jafnaði á 55. mínútu. Aðeins fimm mínútum síðar skoraði Daníel Finns Matthíasson sigurmarkið. Keflavík er með sex stig. 

Eftir þrjár umferðir eru Fram, ÍBV og Þór frá Akureyri efst með níu stig en Magni, Afturelding og Þróttur Reykjavík eru án stiga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert