Ungverji í raðir Fjölnismanna

Fjölnismenn hafa styrkt hjá sér hópinn.
Fjölnismenn hafa styrkt hjá sér hópinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjölnismenn hafa bætt ungverskum knattspyrnumanni í sínar raðir en Péter Zachán hefur fengið leikheimild með Grafarvogsliðinu og er löglegur með því í leiknum við Fylki í Pepsi Max-deild karla á morgun.

Zachán er 22 ára gamall miðvörður sem kemur Paksi í heimalandi sínu þar sem hann hefur leikið í efstu deild síðustu ár en spilaði þó engan leik á nýliðnu keppnistímabili. Tímabilið 2018-19 var hann í láni hjá B-deildarliðinu Dorogi. Zachán á að baki leiki með 21-árs landsliði þjóðar sinnar.

Fjölnismenn geta því mætt til leiks með tvo nýja menn á morgun en danski framherjinn Christian Sivebæk er einnig kominn til þeirra frá Viborg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert