Fyrsti sigur Fjölnis kom á Húsavík

Fjölniskonur eru komnar á blað.
Fjölniskonur eru komnar á blað. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjölnir vann sinn fyrsta sigur í Lengjudeild kvenna í fótbolta í sumar er liðið gerði góða ferð til Húsavíkur og vann Völsung 3:0. 

Eva María Jónsdóttir skoraði eina mark fyrri hálfleiks og þær Sara Montoro og Lilja Nótt Lárusdóttir bættu við mörkum snemma í seinni hálfleik og innsigluðu sigur Fjölniskvenna. 

Fjölnir er í sjöunda sæti með þrjú stig en Völsungur er á botninum, eina liðið án stiga. 

mbl.is