Vonast til að snúa aftur gegn Fylki

Anna María Baldursdótti í leik með Stjörnunni sumarið 2018.
Anna María Baldursdótti í leik með Stjörnunni sumarið 2018. mbl/Arnþór Birkisson

Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, hefur ekkert leikið með Garðbæingum á þessari leiktíð vegna meiðsla. Anna María, sem er 25 ára gömul, er uppalin í Garðabænum og á að baki 142 leiki fyrir félagið í efstu deild þar sem hún hefur skorað tvö mörk.

Anna María tognaði aftan í læri, tveimur vikum áður en Pepsi Max-deild kvenna hófst, og hefur því misst af fyrstu þremur leikjum liðsins á tímabilinu en hún vonast til þess að snúa aftur um miðjan júlímánuð. „Ég tognaði aftan í læri rétt fyrir fyrsta leik en ég vonast til þess að það séu ekki meira en tvær vikur í mig,“ sagði varnarmaðurinn í samtali við mbl.is.

Anna María verður því fjarverandi þegar Stjarnan heimsækir Íslandsmeistara Vals á morgun en hún stefnir á að ná leiknum gegn Fylki þann 20. júlí sem fram fer í Árbænum. „Stefnan er að snúa aftur gegn Fylki, seinni partinn í júlí, en ef allt gengur að óskum á æfingasvæðinu væri bónus að ná KR leiknum 14. júlí líka,“ bætti Anna María við í samtali við mbl.is.

Anna María Baldursdóttir hefur verið í liðstjórn Stjörnunnar í fyrstu …
Anna María Baldursdóttir hefur verið í liðstjórn Stjörnunnar í fyrstu leikjum sumarsins. Ljósmynd/Þórir Tryggva
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert