Ótrúlegur uppbótartími á Akureyrarvelli

Það var mikil dramatík á Akureyri.
Það var mikil dramatík á Akureyri. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Tvær vítaspyrnur í uppbótartíma bundu endahnút á líflega fjórðu umferð Pepsi Max-deildar karla í gær þegar KA og Breiðablik skildu jöfn, 2:2, á slæmum Akureyrarvelli sem nú er kenndur við Greifann.

Sigur KA virtist í höfn eftir fyrri spyrnuna en Blikar fengu vítaspyrnu í næstu sókn og úr henni jafnaði Thomas Mikkelsen, 2:2, og gerði sitt fjórða mark í deildinni í ár. Hann gerði líka fyrra mark Breiðabliks í leiknum.

Blikar töpuðu sínum fyrstu stigum en fara nú með 10 stig í krefjandi leikjatörn gegn FH, KR og Val. Þar kemur betur í ljós hvort þeir séu þau meistaraefni sem margir telja Kópavogsliðið vera í ár.

Völlurinn á Akureyri er mikið í umræðunni. „Völlurinn er mjög laus í sér og hann býður ekki upp á fallegan fótbolta. Það bætir svo ekki úr skák að leikmenn virðast eiga erfitt með að fóta sig á vellinum með tilheyrandi hættu á meiðslum. Það er ljóst að Akureyrarbær þarf að aðstoða KA við að koma vellinum í almennilegt ástand því þetta er ekki boðlegt,“ skrifaði Baldvin Kári Magnússon m.a. í grein sinni um leikinn á mbl.is.

*Brynjar Ingi Bjarnason skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild þegar hann jafnaði metin fyrir KA um miðjan síðari hálfleik.

*Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði fyrir sitt fimmta félag í efstu deild þegar hann kom KA í 2:1 úr vítaspyrnu á 90. mínútu. Hann hefur áður skorað fyrir Stjörnuna, Víking Ó., Fram og Val.

Sjáðu greinina um Pepsi Max-deild karla í heild sinni í Morgunblaðinu sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert