„Við kláruðum leikinn“

Frá nýliðaslagnum í Kaplakrika í kvöld.
Frá nýliðaslagnum í Kaplakrika í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

„Það var frábært að koma liðinu yfir og koma okkur skrefinu nær því að vinna leikinn,“ segir Stephanie Mariana Ribeiro, leikmaður Þróttar, um markið sem hún skoraði á fyrstu mínútu leiksins í nýliðaslag gegn FH í Kaplakrika í kvöld.

Stephanie skoraði bæði mörk Þróttar í 2:1 sigri og það síðara kom um mínútu eftir að Guðni Eiríksson, þjálfari FH, fékk að sjá rauða spjaldið þegar allt ætlaði um koll að keyra í kjölfar þess að dómari leiksins dæmdi ekki víti þegar Birta Georgsdóttir, leikmaður FH, féll við inni í markteig eftir samskipti við Friðriku Arnardóttur, markmann FH, þegar Birta var komin ein í gegn.

„Hreinskilnislega var það frábært,“ segir Stephanie um markið. „Bara aðeins að þagga niður í áhorfendum og fara yfir inn í hálfleik. Þetta var mjög stórt mark.“

Stephanie var tekin út af á 72. mínútu leiksins og fékk því ekki að setja þrennu. „Ég held að Nick hafi fundist að við þyrftum að gera breytingar á sókninni. Ég treysti honum sem þjálfara og held þetta hafi verið rétt ákvörðun. Við kláruðum leikinn svo það er allt sem skiptir máli.“

Næsti leikur FH er í bikarnum þar sem þær mæta Þrótti aftur. Stephanie segir það að sjálfsögðu planið að vinna þann leik líka, hvort sem hún sjálf verður þá með þrennu eða ekki. „Vonandi, það er planið. Við gerum það sem þarf til að vinna, alveg sama hver skorar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert