Leikmenn ÍBV sigldu á tuðrum

Leikmenn ÍBV gera sig klára fyrir brottför.
Leikmenn ÍBV gera sig klára fyrir brottför. Ljósmynd/Eyjafréttir

Leiknir úr Reykjavík og ÍBV mætast í Breiðholti klukkan 18 í kvöld í Lengjudeild karla í fótbolta.

Þar sem Herjólfur siglir ekki á milli lands og eyja vegna verkfalls undirmanna á Herjólfi ákvað ÍBV-liðið að ferðast til Landeyjarhafnar á tuðrum.

„Góður andi var í hópnum þegar blaðamaður hitti á leikmenn við brottför enda allar aðstæður til siglinga eins og best var á kosið," segir í frétt á vef Eyjafrétta

ÍBV er með fullt hús stiga, níu, eftir þrjá leiki og Leiknir er með sjö stig og hefur ekki tapað leik. 

mbl.is