Ekki boðleg frammistaða

Karl Friðleifur Gunnarsson og Arnór Breki Ásþórsson í leiknum í …
Karl Friðleifur Gunnarsson og Arnór Breki Ásþórsson í leiknum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er virkilega svekkjandi. Við erum bara niðurlægðir hér í dag, 3:0 á heimavelli. Gróttuliðið var sprækt og stóð sig vel, við koðnuðum bara niður og þeir löbbuðu yfir okkur. Þetta er ekki frammistaða sem er boðleg fyrir okkar lið,“ segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir 3:0 tap gegn Gróttu í botnslag Pepsi Max-deildarinnar í knattspyrnu í Grafarvoginum í kvöld.

„Við þurfum bara að líta í eigin barm, allir sem einn, og rífa okkur upp og sýna betri frammistöðu í framhaldinu. Við byrjuðum kannski báða hálfleikina ágætlega en svo einhvern veginn koðnaði það niður og þeir náðu bara sannfærandi góðum sigri.“

Hvað ætlið þið að taka með ykkur í næsta leik?

„Vonandi sem minnst bara. Þetta er bara þannig, við þurfum bara að gera miklu betur í framhaldinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert