Arsenal áfrýjar rauða spjaldinu

Eddie Nketiah
Eddie Nketiah AFP

Enska knattspyrnufélagið Arsenal hefur áfrýjað rauða spjaldinu sem fram­herj­inn ungi Eddie Nketia fékk í leik gegn Leicester í fyrradag.

Leiknum lauk með 1:1-jafntefli en bæði lið eru í baráttu um Evrópusæti í úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Eddie Nketiah fékk beint rautt spjald hjá Arsenal í seinni hálfleik og í kjölfarið tókst heimamönnum að jafna metin og kreista fram jafntefli.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var hundsvekktur með rauða spjaldið í viðtölum eftir leik og hefur Lundúnaliðið nú áfrýjað niðurstöðu dómarans. Aganefnd enska knattspyrnusambandsins mun nú taka málið fyrir en Nketiah á yfir höfði sér þriggja eða fjögurra leikja bann.

mbl.is