Að sanna sig í stórliði Vals væri stórt skref

Valgeir Lunddal Friðriksson skýtur.
Valgeir Lunddal Friðriksson skýtur. mbl.is/Íris

Vinstri bakvörðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson skoraði sín fyrstu mörk í efstu deild þegar hann gerði fyrsta og þriðja mark Valsmanna í 5:1-sigri á Víkingum í 5. umferð Íslandsmóts karla í knattspyrnu á miðvikudaginn.

Valgeir lék þar sinn annan byrjunarliðsleik á tímabilinu og aðeins sinn sautjánda leik í deildinni á ferlinum en þessi 18 ára leikmaður hóf meistaraflokksferilinn með Fjölni sumarið 2018.

„Ég verð að standa mig í þeim leikjum sem ég fæ og sýna að ég eigi heima í liðinu. Þetta er undir mér komið, að vinna mig inn í liðið,“ sagði Valgeir í samtali við Morgunblaðið en hann fékk 2 M fyrir frammistöðu sína gegn Víkingi.

Hann verður ekki í vandræðum með að hafa betur í baráttunni við Færeyinginn Magnus Egilsson um byrjunarliðssæti haldi hann áfram uppteknum hætti. Ekki að hann þurfi né ætli að skora í hverjum leik, enda væri það furðulegt af bakverði. Hann ætlar hins vegar að halda sæti sínu í liðinu og hjálpa því að vinna sem flesta leiki. „Það er auðvitað alltaf gaman að skora en aðalmarkmiðið er að halda mér í byrjunarliðinu og hjálpa liðinu að vinna leiki. Markmiðið í sumar er að vera fastamaður í liðinu.“

Sjá viðtalið við Valgeir í heild í Morgunblaðinu í dag ásamt úrvalsliði blaðsins úr 5. umferð deildarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »