Kvaddi með þrennu og sneri aftur með þrennu

Gunnar Heiðar Þorvaldsson kveður Eyjamenn árið 2018.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson kveður Eyjamenn árið 2018. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Gamli markakóngurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson lagði skóna á hilluna eftir að hafa skorað þrennu í 5:2 sigri Eyja­manna gegn Grinda­vík á úti­velli í lokaum­ferð Pepsi-deild­ar karla í knattspyrnu 2018.

Hann sneri hins vegar aftur á völlinn um helgina, gerði sér lítið fyrir og skoraði aftur þrennu. Gunnar Heiðar er þjálfari KFS sem leikur í 4. deild en félagið er frá Vest­manna­eyj­um og er í nánu sam­starfi við ÍBV. Gunnar er uppalinn þar og spilaði ekki með öðru liði á Íslandi en ÍBV þangað til nú en hann er orðinn 38 ára gamall.

Hann var í byrjunarliði KFS sem vann 8:0-sigur á Létti á laugardaginn og skoraði þrennu áður en hann fór af velli á 53. mínútu. Gunn­ar var at­vinnumaður frá 2004 til 2015 í Svíþjóð, Nor­egi, Englandi og Tyrklandi. Hann lék á sín­um tíma 24 A-lands­leiki og skoraði í þeim 5 mörk.

KFS er á toppi A-riðils í 4. deildinni með 12 stig eftir fyrstu fimm umferðirnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert