Skagamenn skora mörkin

Brynar Snær Pálsson og Stefán Teitur Þórðarson fagna marki á …
Brynar Snær Pálsson og Stefán Teitur Þórðarson fagna marki á Seltjarnarnesi í gær. mbl.is/Sigurður Unnar

Skagamenn eru á mikilli siglingu í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, og er liðið komið í annað sæti deildarinnar eftir sigur gegn Gróttu á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi í sjöttu umferð deildarinnar í gær.

Leikmenn ÍA gengu frá leiknum í fyrri hálfleik, en staðan eftir 35. mínútur var 4:0, Skagamönnum í vil, og þannig fóru leikar.

„Skagamenn voru vægðarlausir fyrir framan markið í dag og eru nú búnir að skora 15 mörk í fyrstu sex leikjum sínum. Það var akkúrat á þessum tíma móts í fyrra er tímabilið á Akranesi fór af sporinu.

Það er þó annar andi yfir ÍA í ár en nýliðunum sem hófu mót af krafti fyrir ári en koðnuðu svo niður. Þeir eru reynslunni ríkari og einfaldlega betra fótboltalið en í fyrra,“ skrifaði Kristófer Kristjánsson m.a. í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is

*Hinn 18 ára gamli Brynjar Snær Pálsson, leikmaður ÍA, skoraði fyrsta mark sitt í efstu deild. Brynjar er fæddur í nóvember 2001 og á að baki sex leiki í efstu deild fyrir ÍA en er uppalinn hjá Skallagrími í Borgarnesi.

*Grótta hefur aldrei unnið ÍA þegar liðin hafa mæst í keppnisleik á vegum KSÍ. Alls hafa liðin mæst níu sinnum frá árinu 2005 en Skagamenn hafa unnið átta leiki liðanna og einu sinni hafa þau gert jafntefli.

*Viktor Jónsson skoraði tvívegis fyrir ÍA í leiknum og hefur nú skorað 3 mörk í 6 leikjum í sumar. Hann þarf aðeins eitt mark í viðbót til þess að jafna markamet sitt í efstu deild sem hann setti á síðustu leiktíð þegar hann skoraði 4 mörk í 18 leikjum.

Greinina í heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »