Víkingar reka þjálfarann

Jón Páll Pálmason (til hægri) var í vetur ráðinn til …
Jón Páll Pálmason (til hægri) var í vetur ráðinn til þriggja ára hjá Víkingi. Ljósmynd/Víkingur

Víkingar frá Ólafsvík hafa sagt upp þjálfara knattspyrnuliðs félagsins, Jóni Páli Pálmasyni, eftir aðeins fimm umferðir í 1. deild karla, Lengjudeildinni.

Jón Páll tók við liðinu af Ejub Purisevic í vetur en undir stjórn hans hafa Ólafsvíkingar tapað þremur af fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni og eru í níunda sæti hennar með sex stig.

Víkingur birti eftirfarandi yfirlýsingu fyrir stundu:

Knattspyrnufélagið Víkingur Ó. hefur ákveðið að segja Jóni Páli Pálmasyni upp störfum sem þjálfara félagsins og lætur hann af störfum nú þegar. Leit hefst nú að nýjum þjálfara. Stjórn Víkings Ó. þakkar Jóni Páli fyrir framlag sitt til knattspyrnunnar hér í Ólafsvík og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni. Félagið mun ekki tjá sig nánar um málið að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert