Fylkismenn á toppinn eftir sextán ára bið

Vesturbæingar unnu afar sterkan sigur gegn Breiðabliki í gær.
Vesturbæingar unnu afar sterkan sigur gegn Breiðabliki í gær. mbl.is/Arnþór Birkisson

Fylkir og KR eru komin á topp úrvalsdeildar karla, Pepsi Max-deildarinnar, eftir sigra á FH og Breiðabliki í gærkvöld. Fylkismenn eru á toppnum þar sem markatala þeirra er betri en Íslandsmeistaranna úr Vesturbænum, sem hins vegar hafa leikið einum leik minna.

KR vann verðskuldaðan sigur á Breiðabliki, 3:1, og Blikarnir töpuðu þar með fyrsta leik sínum á tímabilinu. Eftir þrjá sigurleiki í byrjun, þar sem margir töluðu um skyldusigra, eru Óskar Hrafn Þorvaldsson og menn hans án sigurs í þremur leikjum gegn sterkari liðum. Þeirra bíður svipuð prófraun gegn Valsmönnum í næstu umferð.

Á meðan hafa KR-ingar náð fram góðum sigrum á sterkari liðum deildarinnar, en þeir hafa unnið Blika, Skagamenn, Val og Víking, einmitt þau lið sem nú skipa þriðja, fjórða, fimmta og sjötta sætið.

Táningurinn nýtti tækifærið

„Táningurinn Stefán Árni Geirsson nýtti tækifærið í byrjunarliðinu eins og á að gera það en hann var besti maður vallarins í fyrri hálfleik. Skoraði mark og ógnaði stöðugt með mjúkum og skemmtilegum hreyfingum sem minna á búlgarska reykingamanninn Dimitar Berbatov.

Heilt yfir var þó miðjumaðurinn Pablo Punyed líklega maður leiksins. Hann skoraði tvö mörk, barðist eins og ljón á miðjunni og er ótrúlega mjúkur og góður á boltann. Breiðablik setti stefnuna á Íslandsmeistaratitilinn fyrir tímabilið en með spilamennsku eins og liðið sýndi í upphafi leiks geta þeir gleymt slíkum pælingum,“ skrifaði Jóhann Ólafsson m.a. um leikinn á mbl.is.

*Stefán Árni Geirsson skoraði fyrsta mark sitt í efstu deild þegar hann kom KR yfir á 2. mínútu, í sjötta leik sínum í deildinni.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »