KR og FH sneru deildinni á hvolf

KR vann sterkan sigur á Stjörnunni.
KR vann sterkan sigur á Stjörnunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fallbaráttan virðist ætla að verða gríðarlega hörð í Pepsi Max-deild kvenna eftir að bæði KR og FH kræktu sér í fyrstu stig sín í gærkvöld með góðum útisigrum og Þróttur hirti stig af Selfyssingum.

Líkurnar á því að einhver lið geti elt Breiðablik og Val minnkuðu hins vegar til muna þegar Þór/KA tapaði fyrir nýliðunum í FH á heimavelli og Selfoss missti tvö dýrmæt stig í slagnum við Þrótt í Laugardalnum.

Mesta dramatíkin var í Garðabæ, þar sem KR missti Önu Cate af velli með rautt spjald eftir hálftíma en knúði samt fram magnaðan útisigur, 3:2.

„KR-ingar voru áræðnir og beinskeyttir og heimakonur réðu illa við það. Þær voru í vandræðum ótt og títt þegar Katrín Ásbjörnsdóttir sótti á varnarmenn þeirra og þær voru á endanum leiknar grátt,“ skrifaði Kristófer Kristjánsson m.a. um leikinn á mbl.is.

*Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði fyrstu mörk sín í deildinni fyrir KR í níu ár þegar hún gerði fyrsta mark leiksins í Garðabæ og síðan sigurmarkið. Hún lék þrjú fyrstu ár meistaraflokksferilsins með KR, 2009 til 2011, en síðan með Þór/KA og Stjörnunni.

*Alma Mathiesen, sem er aðeins 16 ára gömul, skoraði fyrsta mark sitt í efstu deild, í fimmta leiknum, þegar hún kom tíu KR-ingum í 2:1 undir lok fyrri hálfleiks.

*Snædís María Jörundsdóttir sem jafnaði fyrir Stjörnuna í 2:2 er líka 16 ára. Þetta var hins vegar annað mark hennar á tímabilinu.

Umfjöllunina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert