Engir áhorfendur á leik Englands og Íslands?

Óvíst er hvort einhverjir áhorfendur eða hve margir geti séð …
Óvíst er hvort einhverjir áhorfendur eða hve margir geti séð leik Íslands og Englands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enska dagblaðið The Sun fjallar í dag um landsleik Íslands og Englands í Þjóðadeild UEFA í fótbolta sem fram á að fara á Laugardalsvellinum 5. september og þar kemur fram að UEFA gæti krafist þess að allir leikir í keppninni í septembermánuði verði leiknir án áhorfenda.

Haft er eftir fulltrúa KSÍ að vonast sé eftir því að áhorfendur megi koma á völlinn en beðið sé staðfestingar UEFA. Vonast sé eftir því að í það minnsta fimm þúsund áhorfendum verði leyft að mæta á völlinn og þeim yrði skipt niður í 500 manna hólf.

Blaðið segir að stuðningsmenn enska liðsins, sem og fréttamenn, þyrftu að dvelja í sóttkví á hótelum sínum á Íslandi í fjóra til sex daga til að mega fara á völlinn, og á íslenska veitinga- og skemmtistaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert